Það getur verið flókið að sjá fyrir sér hvernig maður vill hafa pallinn sinn, og enn flóknara að útskýra sýn sína fyrir öðrum. Þess vegna höfum við búið til tól sem hjálpar ykkur að hanna og sjá fyrir ykkur ykkar fullkomna pall. Með innbyggðum hönnuði vefsíðunnar getið þið:
- Prófað mismunandi form á pallinum
- Breytt stærð pallsins
- Bætt við tröppum
- Bætt við handriðum
Þið getið líka innréttað pallinn með því að velja húsgögn, færa þau til og síðan lagað stærð pallsins að ykkar þörfum. Tólið er mjög auðvelt í notkun og breytingar sjást í rauntíma á skjánum eftir því sem maður gerir breytingar.